Færsluflokkur: Umhverfismál

Stutt lýsing á íslenska krummanum

krummi situr á  stein að vetri

Óhætt er að segja að hrafninn (Corvus corax) sé einn af einkennisfuglum íslenskrar náttúru. Hann er algengur um allt land og er mjög áberandi í byggð yfir veturinn þegar jarðbönn eru. Hann er staðfugl hér og duglegur að bjarga sér þegar hart er í ári.

Flestir hafa líklega séð krumma á flugi og óþarfi er að lýsa útliti hans í smáatriðum, en hann er þó um 62-73 cm á lengd og getur orðið um 1,5-1,8 kg á þyngd. Hrafninn er svartur á lit en þegar sólargeislarnir endurkastast af honum við ákveðnar aðstæður má sjá fjólubláan blæ á honum.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband