Færsluflokkur: Menning og listir

Krummi fæðist á teikniborðinu

P1210009

Já, krumminn minn var lengi á teikniborðinu. Ekki bara vegna útlínanna, heldur líka vegna karaktereinkennanna sem þessi fugl hefur svo sannarlega. Ég er til dæmis löngu fallin frá því sem ég ætlaði að skrifa fyrst, sem lá meira í þjóðarsálinni en minni eigin (þ.e. þessi neikvæðni gagnvart krumma, sem NB ekki er auðvelt að finna upphafið af). Ég varð hins vegar "ástfangin" af krumma, ef svo mætti segja. Ég hét því eins og sjá má í upphafi þessarrar bloggsíðu, að koma krumma til vegs og virðingar.

Það er ekki nokkur leið að sjá teikningarnar af krumma á þessari mynd, en það verður bara að hafa það, ég á enga betri.


Sjaldséðir hvítir hrafnar?

P1210012 

Af hverju talar fólk um sjaldséða hvíta hrafna í daglegu tali? Ætli það sé ekki vegna þess að þeir sjást sjaldnast eða alls ekki. Hér er orðaleikur í gangi í íslenskri tungu og allt gott og blessað með það nema kannski fyrir útlendinga sem þekkja ekki menningararfinn í tungumálinu (og ekki við sjálf ef nánar er út í það er farið).

En um sjaldséða hvíta hrafna. Eins og áður leitaði ég á netinu, en fékk engar upplýsingar þar. Hins vegar varð á vegi mínum fullorðin og þroskuð kona sem sagðist hafa komið að hrafnshreiðri í æsku þar sem voru fjórir ungar og þar af einn skjannahvítur. Krakkagengið í hennar sveit var ekkert að láta fullorðna fólkið vita um þennan fund, heldur kaus að eigna sér vitneskjuna  sem eins konar leynifundar-félag. (Könnumst ábyggilega mörg við svoleiðis -félög frá yngri árum.) Alla vega þá varð leynifundarhópurinn fyrir miklum vonbrigðum næst þegar þau komu að hreyðrinu, því hvíti unginn var horfinn.
Það eru til margar skýringar á því hvers vegna hvítir hrafnar eru svona sjaldséðir. Ein algengasta skýringin (google) er sú að (hrafns) foreldrarnir sjái veikleikana/gallana (ekki eins og fólk er flest) í þeim unga sem er öðruvísi. Það skynja svo hinir ungarnir (í sama hreiðrinu) sem berjast um fæðuna sem fugl/mamma kemur með  handa þeim í gogginn. Þar með eru endalokin augljós og þess vegna gætu hvítir hrafnar verið sjaldséðir.


Nátthrafn

P1210008 

Höfum við einhvern tímann velt fyrir okkur hvaðan orðið "Nátthrafn" kemur? Ég leitaði t.d. á google og fékk eintóma nátthrafna í þeirri merkingu að þeir/þau hefðu vakað alla nóttina. En ég var að leita að tengingu við  hrafninn og það var alls ekki auðvelt að finna. Að lokum tókst mér að finna skýringu í þjóðsögum Jóns Árna. sem segir svo:
Í þá daga (þegar fólk bjó í sveitum, ekkert rafmagn osfrv.) ef krunk heyrðist um nótt, var augljóslega draugur á ferð, því hrafnar sofa á nóttunni. Því var sá er gaf frá sér krunkið kallaður "Nátthrafn" - eða næturdraugurinn....


Krummi og umhverfismál

P1210010 

Það er farið fram á það hér á bloggsíðunni að maður velji einhvern ákveðinn flokk til að tengja viðfangsefni sitt við s.s. eins og umhverfismál (sjá fyrirsögn). Datt í hug að krumminn minn gæti fallið undir það málefni. Eitt er víst að íslenski hrafninn er á válista, vegna þess að hann er drepinn í þúsundatali skv. fuglatalningasíðunni. Enginn getur hins vegar svarað því, "Hvers vegna". Einhver maður sagði við mig... "Það eru bara sumir sem eru skotglaðir og finnst hrafninn vera réttdræpur, þar sem ekkert er af honum að hafa".


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband