27.1.2010 | 03:38
Nátthrafn
Höfum við einhvern tímann velt fyrir okkur hvaðan orðið "Nátthrafn" kemur? Ég leitaði t.d. á google og fékk eintóma nátthrafna í þeirri merkingu að þeir/þau hefðu vakað alla nóttina. En ég var að leita að tengingu við hrafninn og það var alls ekki auðvelt að finna. Að lokum tókst mér að finna skýringu í þjóðsögum Jóns Árna. sem segir svo:
Í þá daga (þegar fólk bjó í sveitum, ekkert rafmagn osfrv.) ef krunk heyrðist um nótt, var augljóslega draugur á ferð, því hrafnar sofa á nóttunni. Því var sá er gaf frá sér krunkið kallaður "Nátthrafn" - eða næturdraugurinn....
Flokkur: Menning og listir | Facebook