Sjaldséðir hvítir hrafnar?

P1210012 

Af hverju talar fólk um sjaldséða hvíta hrafna í daglegu tali? Ætli það sé ekki vegna þess að þeir sjást sjaldnast eða alls ekki. Hér er orðaleikur í gangi í íslenskri tungu og allt gott og blessað með það nema kannski fyrir útlendinga sem þekkja ekki menningararfinn í tungumálinu (og ekki við sjálf ef nánar er út í það er farið).

En um sjaldséða hvíta hrafna. Eins og áður leitaði ég á netinu, en fékk engar upplýsingar þar. Hins vegar varð á vegi mínum fullorðin og þroskuð kona sem sagðist hafa komið að hrafnshreiðri í æsku þar sem voru fjórir ungar og þar af einn skjannahvítur. Krakkagengið í hennar sveit var ekkert að láta fullorðna fólkið vita um þennan fund, heldur kaus að eigna sér vitneskjuna  sem eins konar leynifundar-félag. (Könnumst ábyggilega mörg við svoleiðis -félög frá yngri árum.) Alla vega þá varð leynifundarhópurinn fyrir miklum vonbrigðum næst þegar þau komu að hreyðrinu, því hvíti unginn var horfinn.
Það eru til margar skýringar á því hvers vegna hvítir hrafnar eru svona sjaldséðir. Ein algengasta skýringin (google) er sú að (hrafns) foreldrarnir sjái veikleikana/gallana (ekki eins og fólk er flest) í þeim unga sem er öðruvísi. Það skynja svo hinir ungarnir (í sama hreiðrinu) sem berjast um fæðuna sem fugl/mamma kemur með  handa þeim í gogginn. Þar með eru endalokin augljós og þess vegna gætu hvítir hrafnar verið sjaldséðir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband