30.1.2010 | 07:08
Krummi fæðist
Það var ekki nóg með að ég upplifði þá (hrafnana) lifandi í kringum mig, heldur fann ég mig "tilneydda" að festa þá á blað. En þar sem ég er afleytur teiknari, leitaði ég til mér færari manneskju. En það var ekki fyrr en ég var búin að ganga með málefnið (hrafninn) í 9 mánuði. Ekki það að ég hafi talið mánuðina, heldur varð þetta bara svona.
En, Sveinbjörg vinkona mín gaf mér litla mynd af hrafni sem hún hafði gert fyrir margt löngu.
Flokkur: Menning og listir | Facebook