4.2.2010 | 01:31
Þetta krummakvæði er í lika úr ljóðakverinu "Svörtum fjöðrum"
KRUMMI
Krummi gamli er svartur,
og krummi er fuglinn minn.
Krunkið eru söngvar hans
um sólina og himininn.
Krunk, krunk, krá.
Svívirtu ekki söngva þá,
er svörtum brjóstum koma frá,
því sólesk hjörtu í sumum slá,
þótt svörtum fjöðrum tjaldi,
svörtum fjöðrum í sólskininu tjaldi.
Krunk, krunk krá.
Sumum hvíla þau álög á
aldrei fögrum tóni að ná,
þó að þeir eigi enga þrá
aðra en þá að syngja,
fljúga eins og svanirnir syngja.
Krunk, krunk krá.
Fegri tóna hann ekki á,
og aldrei mun hann fegri ná.
Í kuflinum svarta hann krunka má,
unz krummahjartað brestur,
krummahjartað kvalið af löngun brestur.
Krummi gamli er svartur,
og krummi er fuglinn minn.
Krunkið eru söngvar hans
um sólina og himininn.
Flokkur: Menning og listir | Breytt 26.7.2010 kl. 14:23 | Facebook