21.7.2010 | 13:15
Nokkur orð um þjóðtrú og kvæðið "Krummi krunkar úti"
Margvísleg þjóðtrú er tengd hrafninum.Sumir segja að þeir sem skilji hrafnamál séu gáfaðri en aðrir. Aðrir segja að ef hrafn hoppi hingað og þangað uppi á húsum, skipti um hljóð og krunki upp í loftið, hristi vængina og ypptifiðrinu, boði það að einhver maður sé að drukkna. Velþekkt er að flug hrafna boði annaðhvort feigð eða fararheill,eftir því í hvaða átt þeir fljúga yfir mann.
Sennilega er frægasta vísa sem samin hefur verið um fugl á íslenskri tungu eftirfarandi vísa:
Krummi krunkar úti
kallar á nafna sinn:
Ég fann höfuð af hrúti
hrygg og gæruskinn.
Komdu nú og kroppaðu með mér
krummi nafni minn.
Komdu nú og kroppaðu með mér
krummi nafni minn.
Flokkur: Menning og listir | Breytt 26.7.2010 kl. 14:18 | Facebook