Krummi er langstærstur íslenskra spörfugla

tveir krummar að leik 

Flokkunarfræðilega er hrafninn spörfugl og langstærstur íslenskra spörfugla, ennfremur af ætt hröfnunga (Corvidea) og ættkvíslinni Corvus ásamt nokkrum tegundum kráka. Hjúskap hrafnsins er þannig háttað að hann er alger einkvænisfugl og heldur tryggð við maka sinn. Þegar maki fellur frá, fyllir annar fljótt í skarðið. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að hrafnar geta orðið gamlir í villtri náttúru og er hæsti staðfesti aldurinn 20 ár og fjórir mánuðir. Í haldi
manna er talið að elsti hrafninn hafi orðið 69 ára gamall.

Hérlendis fara hrafnar að undirbúa varp snemma á vorin og verpa þeir 4-6 eggjum í hreiðrið, sem oftast er kallað laupur (einnig bálkur).

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband