21.7.2010 | 15:59
Krummi flýgur inn á heimili hingað og þangað um landið
Það reyndist vera mikil og nákvæm vinna, tímafrek með meiru að koma einum krumma saman. Það var því ekki fyrr en í desember síðstliðnum að fyrstu fljúgandi hrafnarnir fóru að líta dagsins ljós og rötuðu þrír í jólapakkana. Síðar á þessu ári aðrir þrír í afmælispakka. Nú eru sumsé 6 hrafnar búnir að eignast ný heimili víðsvegar um landið; í Hrísey, Borgarfirði, Reykjanesbæ, Hafnarfirði, Kópavogi og Grafarvogi.
Ég fór að spá í að ég yrði að finna aðra og auðveldari leið fyrir mig til að búa til krummana. Ég sá að það væri allt of lítill tími fyrir mig utan vinnutíma til að geta gert þetta nógu hratt til að anna eftirspurn, en það urðu alltaf fleiri og fleiri sem langaði að eignast fljúgandi krumma.
Ég fór því að spyrjast fyrir hjá góðu fólki sem gaf mér góð ráð og vísaði mér á ýmsa staði sem ég vissi ekki að væru til, s.s. eins og DNG hjá Slippnum á Akureyri, sem var með sögunarvél sem gat sagað marga krumma í einu. Við þessa vitneskju urðu kaflaskil í sögu krummans míns og ég þurfti að byrja hugsa dæmið alveg upp á nýtt. Finna þurfti nýtt efni í krumma til að byrja með. Í stuttu máli, þá tók þetta ferli yfir tvo mánuði. En það gerir ekkert til því góðir hlutir gerast hægt
Flokkur: Menning og listir | Facebook