29.6.2012 | 20:48
Krummi fer í Flóru í Listagili
Hlakka til þegar Krummi flýgur inn í Flóru í Listagili sem Kristín Þóra Kjartansdóttir og Hlynur Hallsson, lífskúnstnerar reka. Í Flóru eru yndislega fallegir munir og stefna eigendanna er að hafa sem mest umhverfisvænt. Þar eru reglulega haldnar sýningar og uppákomur á neðstu hæðinni, en í Flóru eru 3 hæðir. Vinnustofa og skrifstofa á efstu hæðinni, verslun á miðhæð og sýningarsalur á neðstu. Slóðin til þeirra er http://www.facebook.com/flora.akureyri?ref=ts
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 20:49 | Facebook