28.8.2012 | 19:58
Krummi er floginn í verslunina Made In Iceland á Laugavegi 4 í Reykjavík
Stutt er síðan verslunin Made In Iceland var opnuð neðarlega á Laugaveginum innan um margar aðrar svipaðar verslanir sem selja íslenskt handverk á sömu slóðum í Reykjavík. Munurinn er samt sá, að Made In Iceland selur einungis vörur sem eru búnar til á Íslandi, ekki í Kína, ekki í Taiwan, ekki í Thailandi, sumsé harðduglegt íslenskt handverksfólk hér á ferð. Húrra segi ég fyrir þessu framtaki !!!
Kæru Krummvinir ! Í augnablikinu fæst enginn Krummi í Made in Iceland. Hafi einhver ætlað að leggja leið sína þangað í þeim tilgangi að hreppa einn, þá biðst ég velvirðingar og bið viðkomandi að hafa samband við mig á netfangið valdisvidarsdottir@simnet.is
Flokkur: Menning og listir | Breytt 17.12.2012 kl. 17:51 | Facebook