Krummi innanum marga aðra krumma í hrím

Það er gaman hvað margir eru að fást við að skapa krumma í hinum ýmsu formum. Það sést í hrím hönnunarhúsi, en krumminn minn er þar innan um marga aðra krumma, s.s. hálsfestakrumma, rammakrumma, límmiðakrumma og fleiri. Myndirnar tala sínu máli:

límmiðakrummi á vegg í hrím krummalímmiðar hrím krummahálsfestar í hrím þriggja krumma hálsmen í hrím krummafestar í poka í hrím Hrafninn sem flýgur í hrím lll Hrafninn sem flýgur í hrím ll Hrafninn sem flýgur í hrím fleiri krummar í hrím


Krummi út í búð

hrím hönnunarhús  hrím hönnunarhús ll

Já krummi hefur ratað inn í frábæra verslun í Listagilinu á Akureyri sem heitir "hrím" hönnunarhús. Það eru tveir ungir arkitektar sem reka verlsunina og eru auk þess með ráðgjöf og taka að sér að hanna fyrir fólk bæði smátt og stórt. hrím er opin alla daga vikunnar og síminn þar er 691-2721 og 865-8951, svo eru þær líka á fésbókinni.
En nú er sem sagt hægt að kaupa "Hrafninn sem flýgur" í hrím hönnunarhúsi, Listagili, Akureyri.


Krummi flýgur inn á heimili hingað og þangað um landið

Hrafninn sem flýgur 

Það reyndist vera mikil og nákvæm vinna, tímafrek með meiru að koma einum krumma saman. Það var því ekki fyrr en í desember síðstliðnum að fyrstu fljúgandi hrafnarnir fóru að líta dagsins ljós og rötuðu þrír í jólapakkana. Síðar á þessu ári aðrir þrír í afmælispakka. Nú eru sumsé 6 hrafnar búnir að eignast ný heimili víðsvegar um landið; í Hrísey, Borgarfirði, Reykjanesbæ, Hafnarfirði, Kópavogi og Grafarvogi.
Ég fór að spá í að ég yrði að finna aðra og auðveldari leið fyrir mig til að búa til krummana. Ég sá að það væri allt of lítill tími fyrir mig utan vinnutíma til að geta gert þetta nógu hratt til að anna eftirspurn, en það urðu alltaf fleiri og fleiri sem langaði að eignast fljúgandi krumma.
Ég fór því að spyrjast fyrir hjá góðu fólki sem gaf mér góð ráð og vísaði mér á ýmsa staði sem ég vissi ekki að væru til, s.s. eins og DNG hjá Slippnum á Akureyri, sem var með sögunarvél sem gat sagað marga krumma í einu. Við þessa vitneskju urðu kaflaskil í sögu krummans míns og ég þurfti að byrja hugsa dæmið alveg upp á nýtt. Finna þurfti nýtt efni í krumma til að byrja með. Í stuttu máli, þá tók þetta ferli yfir tvo mánuði. En það gerir ekkert til því góðir hlutir gerast hægt InLove


Stutt lýsing á íslenska krummanum

krummi situr á  stein að vetri

Óhætt er að segja að hrafninn (Corvus corax) sé einn af einkennisfuglum íslenskrar náttúru. Hann er algengur um allt land og er mjög áberandi í byggð yfir veturinn þegar jarðbönn eru. Hann er staðfugl hér og duglegur að bjarga sér þegar hart er í ári.

Flestir hafa líklega séð krumma á flugi og óþarfi er að lýsa útliti hans í smáatriðum, en hann er þó um 62-73 cm á lengd og getur orðið um 1,5-1,8 kg á þyngd. Hrafninn er svartur á lit en þegar sólargeislarnir endurkastast af honum við ákveðnar aðstæður má sjá fjólubláan blæ á honum.

Krummi er langstærstur íslenskra spörfugla

tveir krummar að leik 

Flokkunarfræðilega er hrafninn spörfugl og langstærstur íslenskra spörfugla, ennfremur af ætt hröfnunga (Corvidea) og ættkvíslinni Corvus ásamt nokkrum tegundum kráka. Hjúskap hrafnsins er þannig háttað að hann er alger einkvænisfugl og heldur tryggð við maka sinn. Þegar maki fellur frá, fyllir annar fljótt í skarðið. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að hrafnar geta orðið gamlir í villtri náttúru og er hæsti staðfesti aldurinn 20 ár og fjórir mánuðir. Í haldi
manna er talið að elsti hrafninn hafi orðið 69 ára gamall.

Hérlendis fara hrafnar að undirbúa varp snemma á vorin og verpa þeir 4-6 eggjum í hreiðrið, sem oftast er kallað laupur (einnig bálkur).

Nokkur orð um þjóðtrú og kvæðið "Krummi krunkar úti"

þrír krummar yfir þaki 

Margvísleg þjóðtrú er tengd hrafninum.Sumir segja að þeir sem skilji hrafnamál séu gáfaðri en aðrir. Aðrir segja að ef hrafn hoppi hingað og þangað uppi á húsum, skipti um hljóð og krunki upp í loftið, hristi vængina og ypptifiðrinu, boði það að einhver maður sé að drukkna. Velþekkt er að flug hrafna boði annaðhvort feigð eða fararheill,eftir því í hvaða átt þeir fljúga yfir mann.

Sennilega er frægasta vísa sem samin hefur verið um fugl á íslenskri tungu eftirfarandi vísa: 
Krummi krunkar úti
kallar á nafna sinn:
„Ég fann höfuð af hrúti
hrygg og gæruskinn.
Komdu nú og kroppaðu með mér
krummi nafni minn.
Komdu nú og kroppaðu með mér
krummi nafni minn.“
 

 


Krummasaga úr þjóðsögum Jóns Árnasonar

krummi finnur æti á jörðu 

Í Vatnsdal fyrir norðan er mælt að nokkrir
bæir hafi farist af skriðum sem fallið hafa
úr svokölluðu Vatnsdalsfjalli. Meðal þessara
bæja er einn nefndur sem hét Gullberastaðir.
Bóndadóttirin hafði haft þá venju að gefa
bæjarhrafninum ætið þegar hún borðaði.
Einu sinni þegar hún eftir venju sinni rétti
honum út um gluggann það er hún ætlaði að gefa
honum þá vildi krummi ekki taka við. Stúlkuna
furðaði á þessu og fór út með það. Krummi kom
mikið nálægt henni, en vildi þó ekki þiggja snæðinginn,
lét samt einlægt líklega svo hún elti hann út í túnið
nokkuð frá bænum. En þegar þau voru komin þangað
þá heyrði hún miklar dunur uppi í fjallinu og allt í
einu féll skriðan báðumegin við þau, en við þann blett
er þau stóðu á kom hún ekki. Bærinn fór af,
svo krummi launaði henni þannig matinn.
En orsökin hvers vegna
skriðan féll ekki yfir blettinn sem þau voru á er
sagt að hafi verið sú að þegar Guðmundur biskup
einhverju sinni hefði verið á ferð þá hafði hann tjaldað
á þessum blett og áður en hann færi burt hefði hann
vígt tjaldstaðinn eins og hann víðar hefði verið
vanur að gjöra. ...


Raven (Corvax corvax)

                                                                Hrafnar á flugiLarge bird, the only member of the crow family resident in Iceland. Biggest of the passerines, of strong build with longish wide wings with primaries spread in flight and wedge-shaped tail. Uniformly black, adult with green or purple sheen on head and above. Shaggy feathers on necks, loose thigh feathers. Juvenile is less black, without sheen.

Bill is black, broad, strong, upper mandible feathered at base. Feet and eyes black.
Flight is powerful with deep wingbeats.
Flies straight, often high, glides on extended wings.
Often swoops down with folded wings, performs aerobatics.
Hops on both feet. Gregarious, stays in groups or pairs.

Low, hoarse croak, also clucking and other sounds.
Breeds in rocky places, gorges and lava fields in lowlands,
rare above 400m.
In Southern Lowlands, nests on various man-made structures:
silos, pylons, outhouses.
Has also nested in trees in N.
Nest is large agglomeration of bones, twigs, barbed wire,
lined with wool and feathers, on ledge or crevice.
Breeding birds remain near territory all year, but non-breeders
wander about in and near urban areas, roosts in flocks in cliffs.

Breeding distribution in much of N hemisphere,
rare in the most urban regions.


"The Raven" by Edgar Allan Poe

Once upon a midnight dreary, while I pondered, weak and weary,
Over many a quaint and curious volume of forgotten lore,
While I nodded, nearly napping, suddenly there came a tapping,
As of some one gently rapping, rapping at my chamber door.
"'Tis some visitor," I muttered, "tapping at my chamber door-
Only this, and nothing more."

Ah, distinctly I remember it was in the bleak December,
And each separate dying ember wrought its ghost upon the floor.
Eagerly I wished the morrow;- vainly I had sought to borrow
From my books surcease of sorrow- sorrow for the lost Lenore-
For the rare and radiant maiden whom the angels name Lenore-
Nameless here for evermore.

And the silken sad uncertain rustling of each purple curtain
Thrilled me- filled me with fantastic terrors never felt before;
So that now, to still the beating of my heart, I stood repeating,
"'Tis some visitor entreating entrance at my chamber door-
Some late visitor entreating entrance at my chamber door;-
This it is, and nothing more."

Presently my soul grew stronger; hesitating then no longer,
"Sir," said I, "or Madam, truly your forgiveness I implore;
But the fact is I was napping, and so gently you came rapping,
And so faintly you came tapping, tapping at my chamber door,
That I scarce was sure I heard you"- here I opened wide the door;-
Darkness there, and nothing more.

Deep into that darkness peering, long I stood there wondering,
fearing,
Doubting, dreaming dreams no mortals ever dared to dream before;
But the silence was unbroken, and the stillness gave no token,
And the only word there spoken was the whispered word, "Lenore!"
This I whispered, and an echo murmured back the word, "Lenore!"-
Merely this, and nothing more.

Back into the chamber turning, all my soul within me burning,
Soon again I heard a tapping somewhat louder than before.
"Surely," said I, "surely that is something at my window lattice:
Let me see, then, what thereat is, and this mystery explore-
Let my heart be still a moment and this mystery explore;-
'Tis the wind and nothing more."

Open here I flung the shutter, when, with many a flirt and
flutter,
In there stepped a stately raven of the saintly days of yore;
Not the least obeisance made he; not a minute stopped or stayed
he;
But, with mien of lord or lady, perched above my chamber door-
Perched upon a bust of Pallas just above my chamber door-
Perched, and sat, and nothing more.

Then this ebony bird beguiling my sad fancy into smiling,
By the grave and stern decorum of the countenance it wore.
"Though thy crest be shorn and shaven, thou," I said, "art sure no
craven,
Ghastly grim and ancient raven wandering from the Nightly shore-
Tell me what thy lordly name is on the Night's Plutonian shore!"
Quoth the Raven, "Nevermore."

Much I marvelled this ungainly fowl to hear discourse so plainly,
Though its answer little meaning- little relevancy bore;
For we cannot help agreeing that no living human being
Ever yet was blest with seeing bird above his chamber door-
Bird or beast upon the sculptured bust above his chamber door,
With such name as "Nevermore."

But the raven, sitting lonely on the placid bust, spoke only
That one word, as if his soul in that one word he did outpour.
Nothing further then he uttered- not a feather then he fluttered-
Till I scarcely more than muttered, "other friends have flown
before-
On the morrow he will leave me, as my hopes have flown before."
Then the bird said, "Nevermore."

Startled at the stillness broken by reply so aptly spoken,
"Doubtless," said I, "what it utters is its only stock and store,
Caught from some unhappy master whom unmerciful Disaster
Followed fast and followed faster till his songs one burden bore-
Till the dirges of his Hope that melancholy burden bore
Of 'Never- nevermore'."

But the Raven still beguiling all my fancy into smiling,
Straight I wheeled a cushioned seat in front of bird, and bust and
door;
Then upon the velvet sinking, I betook myself to linking
Fancy unto fancy, thinking what this ominous bird of yore-
What this grim, ungainly, ghastly, gaunt and ominous bird of yore
Meant in croaking "Nevermore."

This I sat engaged in guessing, but no syllable expressing
To the fowl whose fiery eyes now burned into my bosom's core;
This and more I sat divining, with my head at ease reclining
On the cushion's velvet lining that the lamplight gloated o'er,
But whose velvet violet lining with the lamplight gloating o'er,
She shall press, ah, nevermore!

Then methought the air grew denser, perfumed from an unseen censer
Swung by Seraphim whose footfalls tinkled on the tufted floor.
"Wretch," I cried, "thy God hath lent thee- by these angels he
hath sent thee
Respite- respite and nepenthe, from thy memories of Lenore!
Quaff, oh quaff this kind nepenthe and forget this lost Lenore!"
Quoth the Raven, "Nevermore."

"Prophet!" said I, "thing of evil!- prophet still, if bird or
devil!-
Whether Tempter sent, or whether tempest tossed thee here ashore,
Desolate yet all undaunted, on this desert land enchanted-
On this home by horror haunted- tell me truly, I implore-
Is there- is there balm in Gilead?- tell me- tell me, I implore!"
Quoth the Raven, "Nevermore."

"Prophet!" said I, "thing of evil- prophet still, if bird or
devil!
By that Heaven that bends above us- by that God we both adore-
Tell this soul with sorrow laden if, within the distant Aidenn,
It shall clasp a sainted maiden whom the angels name Lenore-
Clasp a rare and radiant maiden whom the angels name Lenore."
Quoth the Raven, "Nevermore."

"Be that word our sign in parting, bird or fiend," I shrieked,
upstarting-
"Get thee back into the tempest and the Night's Plutonian shore!
Leave no black plume as a token of that lie thy soul hath spoken!
Leave my loneliness unbroken!- quit the bust above my door!
Take thy beak from out my heart, and take thy form from off my
door!"
Quoth the Raven, "Nevermore."

And the Raven, never flitting, still is sitting, still is sitting
On the pallid bust of Pallas just above my chamber door;
And his eyes have all the seeming of a demon's that is dreaming,
And the lamplight o'er him streaming throws his shadow on the
floor;
And my soul from out that shadow that lies floating on the floor
Shall be lifted- nevermore!
 Edgar Allan Poe 

Þetta krummakvæði er í lika úr ljóðakverinu "Svörtum fjöðrum"

 svartur krummi

KRUMMI

Krummi gamli er svartur,
og krummi er fuglinn minn.
Krunkið eru söngvar hans
um sólina og himininn.

Krunk, krunk, krá.
Svívirtu ekki söngva þá,
er svörtum brjóstum koma frá,
því sólesk hjörtu í sumum slá,
þótt svörtum fjöðrum tjaldi,
svörtum fjöðrum í sólskininu tjaldi.

Krunk, krunk krá.
Sumum hvíla þau álög á
aldrei fögrum tóni að ná,
þó að þeir eigi enga þrá
aðra en þá að syngja,
fljúga eins og svanirnir syngja.

Krunk, krunk krá.
Fegri tóna hann ekki á,
og aldrei mun hann fegri ná.
Í kuflinum svarta hann krunka má,
unz krummahjartað brestur,
krummahjartað kvalið af löngun brestur.

Krummi gamli er svartur,
og krummi er fuglinn minn.
Krunkið eru söngvar hans
um sólina og himininn.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband