Fleiri ljóð úr "Svörtum fjöðrum" Davíðs

Þetta ljóð sem birt var hér á undan um "Hrafnsmóðurina" er alveg magnað og tímalaust. Ég gat ekki setið á mér að setja fingurinn aftur á milli síða og sjá hvaða ljóð kæmi upp á yfirborðið. Og hér kemur það:

krummi í snóbil

VETRARNÓTTIN

Breiddu svörtu vængina þína,
vetrarnóttin mín,
yfir okkur sjúku
og sindugu börnin þín.

Undir svörtum vængjum þínum
oft ég þreyttur lá;
það sést líka á fjöðrunum,
sem féllu brjóst mitt á.

Úr blóði mínu skrifaði ég
mín beztu ástarljóð
á vængi þína svörtu,
vetrarnóttin hljóð.

Nú sjást þau ekki í ljósinu,
sárin á brjósti mér;
svona er gott að fela sig
í fjöðrunum á þér.

Skjól eiga undir vængjum þínum
skuggablómin mín,
sem brenna, ef sumarið
og sólin á þau skín

Minjagripi fagra
og marga þar ég á,
sem aðeins þú og guð
mega alein fá að sjá.

Þar geymi ég allt, sem heilagast
hjarta mínu er.
- Svona er gott að fela
í fjöðrunum á þér.


Svartar fjaðrir í mínar hendur..

Um daginn kom til mín einstaklingur og gaf mér ljóðakver Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi "Svartar fjaðrir". Svona alveg uppúr þurru, fannst mér. Ég spurði viðkomandi "Af hverju ertu að gefa mér þetta"? Viðkomandi yppti öxlum og sagði ekki neitt. En ég tók kverið í hönd og um leið og ég þakkaði gjafanum, gerði ég að gamni mínu að setja fingur á milli siða og sjá hvaða ljóð kæmi upp. Ég hef auðvitað ekki hugmynd um hvernig aðrir myndu lesa úr þessu ljóði, en jeminn hvað heimurinn hefur lítið breyst, ef maður tekur inn í myndina að þetta ljóð Davíðs er skrifað einhvern tímann fyrir árið 1955. 

krumminn á krossinum

HRAFNAMÓÐIRIN

Á kirkjuturni hrafnamóðir
hreiður sér bjó;
hún bjóst við að geta alið þar
börnin sín í ró.

Og þó hún væri svartari
en vetrarnáttmyrkrið,
bjóst hún við, að kirkjan
veitti börnum sínum frið.

En eitt sinn, er hún sat þar
og undi sér vel,
lét klerkurinn skotmanninn
skjóta hana í hel.

Og dauð á litlu börnunum
hún blæðandi lá
kristinna manna
kirkjuturni á.

Við það gladdist klerkurinn,
en glaðari þó hann varð,
er skotmaðurinn hreytti
hreiðrinu nið´rí garð.

En lesi klerkur messu
og lofi drottins nafn,
þá flögrar yfir kirkjunni
kolsvartur hrafn.


Fljúgandi hrafn

Frá byggingavöruverslununum að fljúgandi hrafninum mínum, voru margar vinnustundir sem fóru einungis í huglægar PÆLINGAR um hvernig mér tækist að fá hrafninn til þess að fljúga.

Fyrsta flugið..

P2030009

Halló! Komin á flug. Jeminn, hvað þetta er dásamleg tilfinning. "Hrafninn sem flýgur". Skapaður af mér sjálfri frá A-Ö, júhú..


Mmm þetta er að takast!

P2030013

Nærmynd af gogginum. Ekkert ógnvekjandi.


Það vantar allt jafnvægið..

P2030010

Nú er ég búin að teikna, saga, pussa og lakka. Það er þraut að púsla honum saman svo hann geti flogið. Ég er að vinna í jafnvæginu!


Upps!

P2020003

Krumminn minn er komin í loftið. En er hann farinn að fljúga?


Krummi og hvað svo....

P1240002

Ég var búin að ná tökum á teikningunni af krumma - En hvað svo? Mig langaði mest að hann gæti flogið. En hvernig? Ég eyddi mörgum heimsóknum í byggingavöruverslanir. Það er virkilega erfitt að útskýra hlutina þegar maður veit ekki einu sinni sjálfur um hvað maður er að tala.

En það tókts!


Krummi enn í fæðingu

P1210014

Ég hafði ekki hugmynd um hvað var í gangi! Ég er ekki sú sem föndra eða frem listir í daglegu lífi. Því var fæðingin á krummanum mínum mun erfiðari. Þ.e. ég var í mestu vandræðum með allar þær myndir sem birtust mér um hvernig ég ætti að búa til þennann "Fljúgandi hrafn". Ég kunni ekki að teikna, ég bara kunni ekki neitt fannst mér.


Krummi fæðist

P1210013

Það var ekki nóg með að ég upplifði þá (hrafnana) lifandi í kringum mig, heldur fann ég mig "tilneydda" að festa þá á blað. En þar sem ég er afleytur teiknari, leitaði ég til mér færari manneskju. En það var ekki fyrr en ég var búin að ganga með málefnið (hrafninn) í 9 mánuði. Ekki það að ég hafi talið mánuðina, heldur varð þetta bara svona.

En, Sveinbjörg vinkona mín gaf mér litla mynd af hrafni sem hún hafði gert fyrir margt löngu.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband