Svartar fjaðrir í mínar hendur..

Um daginn kom til mín einstaklingur og gaf mér ljóðakver Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi "Svartar fjaðrir". Svona alveg uppúr þurru, fannst mér. Ég spurði viðkomandi "Af hverju ertu að gefa mér þetta"? Viðkomandi yppti öxlum og sagði ekki neitt. En ég tók kverið í hönd og um leið og ég þakkaði gjafanum, gerði ég að gamni mínu að setja fingur á milli siða og sjá hvaða ljóð kæmi upp. Ég hef auðvitað ekki hugmynd um hvernig aðrir myndu lesa úr þessu ljóði, en jeminn hvað heimurinn hefur lítið breyst, ef maður tekur inn í myndina að þetta ljóð Davíðs er skrifað einhvern tímann fyrir árið 1955. 

krumminn á krossinum

HRAFNAMÓÐIRIN

Á kirkjuturni hrafnamóðir
hreiður sér bjó;
hún bjóst við að geta alið þar
börnin sín í ró.

Og þó hún væri svartari
en vetrarnáttmyrkrið,
bjóst hún við, að kirkjan
veitti börnum sínum frið.

En eitt sinn, er hún sat þar
og undi sér vel,
lét klerkurinn skotmanninn
skjóta hana í hel.

Og dauð á litlu börnunum
hún blæðandi lá
kristinna manna
kirkjuturni á.

Við það gladdist klerkurinn,
en glaðari þó hann varð,
er skotmaðurinn hreytti
hreiðrinu nið´rí garð.

En lesi klerkur messu
og lofi drottins nafn,
þá flögrar yfir kirkjunni
kolsvartur hrafn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband