Fleiri ljóð úr "Svörtum fjöðrum" Davíðs

Þetta ljóð sem birt var hér á undan um "Hrafnsmóðurina" er alveg magnað og tímalaust. Ég gat ekki setið á mér að setja fingurinn aftur á milli síða og sjá hvaða ljóð kæmi upp á yfirborðið. Og hér kemur það:

krummi í snóbil

VETRARNÓTTIN

Breiddu svörtu vængina þína,
vetrarnóttin mín,
yfir okkur sjúku
og sindugu börnin þín.

Undir svörtum vængjum þínum
oft ég þreyttur lá;
það sést líka á fjöðrunum,
sem féllu brjóst mitt á.

Úr blóði mínu skrifaði ég
mín beztu ástarljóð
á vængi þína svörtu,
vetrarnóttin hljóð.

Nú sjást þau ekki í ljósinu,
sárin á brjósti mér;
svona er gott að fela sig
í fjöðrunum á þér.

Skjól eiga undir vængjum þínum
skuggablómin mín,
sem brenna, ef sumarið
og sólin á þau skín

Minjagripi fagra
og marga þar ég á,
sem aðeins þú og guð
mega alein fá að sjá.

Þar geymi ég allt, sem heilagast
hjarta mínu er.
- Svona er gott að fela
í fjöðrunum á þér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband